Ferðir Bliks í vikum 47 og 49 falla niður

17. nóvember 2017

Kæri viðskiptavinur

Komið hefur upp alvarleg bilun í stýrisbúnaði leiguskipsins M/V Blik sem siglir á gráu leiðinni í áætlunarkerfi okkar og hefur viðkomur á Sauðarkróki, Akureyri og Húsavík á leið sinni til Færeyja og Bretlands.

Blikur losar útflutningsvöru sína frá Íslandi og Færeyjum til í Immingham í dag. Allri innflutningsvöru til Íslands var hlaðið í Selfoss í gær sem kemur til Reykjavíkur nk. mánudag 20.11. skv. áætlun.

Því miður fæst ekki skip til leigu fyrir Blik til að leysa hann af á meðan á viðgerð stendur. Blikur missir þar af leiðandi úr tvær ferðir:

• númer 747 með brottför frá Reykjavík 20.11
• númer 749 með brottför frá Reykjavík 4.12

Lómur sem einnig siglir á gráu leiðinni mun halda sinni áætlun, hugsanlega þurfum við að gera einhverjar aðlaganir á ferðum hans í framhaldinu, það liggur ekki fyrir ákvörðun um það nú. Búast má við mikilli vöru á Lómi í þessar vikur sem Blikur er úr áætlun.

Lagarfoss, ferð 747 mun lesta alla innflutningsvöru til Íslands frá Immingham 30.11.

Ef vara getur ekki beðið eftir ferðum Lóms og nauðsynlegt reynist að keyra henni reynum við að bregðast við því eins fljótt og kostur er skv. fyrirliggjandi aksturssamkomulagi hverju sinni.

Góðar kveðjur, starfsfólk Eimskips