Siðareglur Eimskips

SÝN OG GILDI
Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði. Félagið sérhæfir sig í flutningsmiðlun um allan heim með áherslu á frystar og kældar vörur. Daglegt starf starfsfólks Eimskips byggir á gildum félagsins: Árangur – Samvinna – Traust.

TILGANGUR
Eimskip býður upp á áreiðanlega flutningaþjónustu með þarfir viðskiptavina í forgrunni.

Tilgangur þessara siðareglna er að styðja við markmið og framtíðarsýn Eimskips. Þær taka til stjórnar og alls starfsfólks Eimskips og dótturfélaga þess og leiðbeina þeim við að haga daglegum störfum innan félagsins á heiðarlegan, ábyrgan og siðferðilegan hátt, byggt á gildum þess og almennum viðurkenndum faglegum viðmiðum. Birgjar og undirverktakar þurfa einnig að uppfylla sömu kröfur.

Stefna Eimskips er að tryggja hluthöfum góða ávöxtun með arðbærum vexti, skapa verðmæti fyrir viðskiptavini með framúrskarandi lausnum og þjónustu, vera framúrskarandi vinnustaður fyrir starfsmenn með góðan liðsanda og metnað og sýna samfélaginu og umhverfinu umhyggju með samfélagslegri ábyrgð og minni umhverfisfótspori.

MANNAUÐUR
Starfsfólk Eimskips, þekking þeirra og færni, eru stærsta auðlind félagsins. Teymið samanstendur af ólíkum einstaklingum sem taka að sér fjölbreytt störf og búa yfir margþættri reynslu og þekkingu. Með sameiginlegum gildum starfar teymið í sátt og samlyndi, skapar kraftmikið fyrirtæki og hæfan vinnustað sem byggir á miklum liðsanda og metnaði.

ÁBYRGÐ STARFSFÓLKS
Starfsfólki ber að leggja sig fram um að vera sanngjarnt í umsögnum, endurgjöf og athugasemdum um samstarfsfólk og störf þeirra innan fyrirtækisins ásamt því að sýna hvert öðru virðingu.

Starfsfólki ber að leggja sig fram til að koma í veg fyrir að hvers kyns óréttlæti eigi sér stað, svo sem einelti, kynferðislega áreitni eða ofbeldi.

Starfsfólk tekur virkan þátt í starfsemi og uppbyggingu félagsins með það að markmiði að efla fyrirtækjamenningu, sem og liðsanda og starfsánægju starfsmanna í skapandi starfsumhverfi sem einkennist af metnaði og gleði.

Hlutverk starfsfólks er alltaf að veita viðskiptavinum og samstarfsmönnum framúrskarandi þjónustu. Þetta er gert af alúð og virðingu fyrir gildum Eimskips.

MANNRÉTTINDI
Eimskip virðir mannréttindi. Markmið stefnunnar er tvíþætt:

 1. Að tryggja mannréttindi starfsmanna Eimskips
 2. Að tryggja að Eimskip fari að lögum og reglum um mannréttindi

Eimskip skuldbindur sig til að fara að öllum gildandi lögum og reglum um mannréttindi um félagafrelsi, nauðungar- og skylduvinnu, barnavinnu og mismunun að því er varðar atvinnu.

Félagafrelsi
Eimskip virðir rétt starfsfólks til að standa utan eða vera í stéttarfélagi.

Nauðungar- og skylduvinna
Eimskip hafnar hvers kyns nauðungarvinnu.

Barnaþrælkun
Eimskip fer eftir alþjóðlegum lögum og reglum um lágmarksaldur starfsmanna. Félagið getur ákveðið að hækka aldurstakmarkið vegna tiltekinna starfa eða unnið samkvæmt lögum og reglum í hverju landi.

Mismunun að því er varðar atvinnu
Eimskip hafnar hvers kyns mismunun varðandi atvinnu.

Eimskip hefur gefið út ýmsar stefnur sem tengjast réttindum starfsmanna sinna. Þessar stefnur eru t.d. Mannauðsstefna, Launastefna, Jafnréttisstefna, Heilbrigðisstefna, Vinnuverndarstefna og Forvarnarstefna.

Eimskip hvetur allt starfsfólk til að tilkynna grun um mannréttindabrot innan félagsins. Öruggt er að fyrir allt starfsfólk að í gegnum „whistleblower program“ að koma með ábendingar sem geta leitt til upplýsinga um brot eða ámælisverða hegðun sem valdið getur tjóni fyrir fyrirtæki og samfélagið.

SJÁLFBÆRNI HJÁ EIMSKIP
Eimskip er skráður þátttakandi í UN Global Compact, sáttmála um samfélagslega ábyrgð með tilliti til mannréttinda, vinnu, umhverfis og spillingu. Með þátttöku sinni hefur félagið skuldbundið sig til að stýra viðskiptarekstri sínum þannig að UN Global Compact og tíu meginreglur þess verði hluti af stefnu, menningu og daglegum rekstri félagsins.

Sjálfbærnistefna Eimskips byggir á Nasdaq ESG Reporting Guide, sem gefin var út í mars 2017. Nasdaq skýrslugerðarleiðbeiningar fjalla um 30 frammistöðuvísa fyrir umhverfis-, félags- og stjórnarhætti (ESG).

Stefna í sjálfbærni:
Eimskip hefur í rúma öld boðið upp á trausta flutningaþjónustu og framtíðarsýn félagsins er að ná framúrskarandi flutningslausnum og þjónustu. Eimskip leggur áherslu á að skapa sameiginleg verðmæti fyrir hluthafa sína, viðskiptavini, starfsmenn, samfélagið og aðra hagsmunaaðila.

Umhverfismál: Eimskip ber virðingu fyrir umhverfinu og leitast við að takmarka áhrif á lífríkið og minnka umhverfisfótspor.

Félagslegt: Eimskip býður starfsmönnum jöfn tækifæri í öruggu og heilbrigðu vinnuumhverfi og leitast við að vera aðili, sem viðurkennir ábyrgð sína á að vinna í samstarfi við þau samfélög sem það starfar í.

Stjórnarhættir: Eimskip leitast við að tryggja opið og gagnsætt samband milli stjórnenda félagsins, stjórnar þess, hluthafa og annarra hagsmunaaðila.

MEÐHÖNDLUN EIGNA
Eignir Eimskips eru eingöngu í þágu félagsins. Starfsfólk þarf að gæta varúðar við notkun þessara eigna og ættu aðeins að nota þær í leyfilegum tilgangi. Starfsfólk verður að beita góðri dómgreind þegar þau nota eignir og úrræði félagis svo sem tölvupóst og samfélagsmiðla.

MARKAÐURINN
Eimskip hyggst bæta stöðu sína með framúrskarandi frammistöðu og þjónustu. Félagið trúir á sanngjarna samkeppni með sanngjörnum viðskiptaháttum og í samræmi við gildandi samkeppnislög.

Þjónusta
Eimskips leggur mikla áherslu þjónustu sem veitt viðskiptavinum og starfsfólki. Markmiðið með alþjóðlegri þjónustustefnu er að samræma þjónustunálgun, markmiðasetningu og mælingar á milli mismunandi eininga innan Eimskips og framúrskarandi þjónustu.

Alþjóðlega þjónustustefnan inniheldur þrjár stoðir.

 • Alþjóðlegt teymi
  • Eimskip er alþjóðlegt teymi með staðbundna sérfræðiþekkingu. Við vinnum saman og deilum viðeigandi upplýsingum, hvert með öðru og viðskiptavinum okkar. Starfsfólk kappkostar að vera jákvætt, aðgengilegt og áreiðanlegt. Samvinna er lykillinn að því að ná markmiðum okkar.
 • Frumkvæði
  • Við veitum viðskiptavinum okkar og hver öðrum framúrskarandi þjónustu. Við þekkjum viðskiptavini okkar og veitum þeim heildstæða flutningaþjónustu og þjónustustig við hæfi.
 • Einföldun
  • Það er einfalt og ánægjulegt að eiga viðskipti við okkur og því er lögð áhersla á að kynna stafrænar lausnir fyrir viðskiptavinum okkar. Stöðugar umbætur verkferla stuðla a einföldun starfshátta sem hafa það að markmiði að viðhalda framúrskarandi þjónustu.

STEFNA GEGN SPILLINGU
Stefna Eimskips er að berjast gegn hvers kyns spillingu og mútum. Stjórnendur félagsins og starfsmenn þess leitast við að fara eftir gildandi lögum, reglugerðum, reglum og almennum stöðlum um viðskiptasiðferði og stjórnarhætti á hverjum tíma, til að forðast hagsmunaárekstra og gæta trúnaðar. Innra eftirliti og áhættustýringu félagsins er ætlað að koma auga á frávik, þar með talið hættu á spillingu og mútum.

Fylgni við lög, reglugerðir og reglur
Eimskip er skylt að fara ávallt að öllum gildandi lögum og reglum sem gilda um faglega starfsemi félagsins, auk þess að fara að almennum stöðlum um viðskiptasiðferði og stjórnarhætti og reglum félagsins sjálfs.

Hagsmunaárekstrar
Starfsmenn skulu forðast að taka ákvarðanir sem leiða til hagsmunaárekstra og skulu þeir virða þá reglu að hagsmunir þeirra og félagsins fari saman.

Trúnaður
Starfsmönnum ber að gæta fyllsta trúnaðar um allar einka- og trúnaðarupplýsingar sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu um viðskiptavini, hluthafa og starfsemi félagsins. Starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu eftir starfslok. Notkun starfsmanna á trúnaðarupplýsingum í eign þágu eða annarra er bönnuð.

Gjafir og skemmtun
Sanngjarnar og viðeigandi gjafir og skemmtun eru leyfðar séu þær gefnar eða mótteknar í eðlilegum og lögmætum viðskiptatilgangi. Gjafir og skemmtun með verðmæti hærra en €75 (ISK 10.000) ættu að vera samþykktar fyrirfram af næsta stjórnanda. Hvorki má gefa né taka við reiðufé eða ígildi reiðufjár.

Viðskiptaákvarðanir ættu ekki, undir neinum kringumstæðum, að byggjast á eða hafa áhrif á magn gjafa eða skemmtunar sem veitt er og þær ættu ekki að skapa hagsmunaárekstra.

INNRA EFTIRLIT OG ÁHÆTTUSTÝRING
Innra eftirliti og áhættustýringu Eimskips er ætlað að lágmarka hættu á verulegum rangfærslum og svikum og koma auga það sem talist getur óeðlilegt í rekstri félagsins, þar með talið hættu á spillingu og mútum.

PERSÓNUVERND
Eimskip virðir grundvallarrétt persónuverndar varðandi einstaklinga. Eimskip gefur út sérstaka persónuverndarstefnu um hvernig fyrirtækið vinnur með persónuupplýsingar.

BIRGJAR OG UNDIRVERKTAKAR
Eimskip ætlast til að birgjar og undirverktakar fylgi sambærilegum stöðlum og starfsfólk félagsins með því að samþykkja siðareglur birgja.

INNHERJAUPPLÝSINGAR OG VIÐSKIPTI MEÐ HLUTABRÉF
Eimskip er hlutafélag með hlutabréf sín skráð á Nasdaq Iceland. Í skráðum félögum skulu allir fjárfestar hafa jafnan aðgang að upplýsingum um félagið.

Notkun og birting mikilvægra óopinberra upplýsinga verður að vera í samræmi við gildandi verðbréfalög og innherjareglur Eimskips. Viðskipti byggð á innherjaupplýsingum eru stranglega bönnuð. Eimskip tjáir sig ekki um atriði sem varða fjárhagsafkomu eða væntingar fjórum vikum fyrir birtingu árshluta- og ársuppgjörs félagsins.

TILKYNNINGAR UM BROT – VERD UPPLJÓSTRARA
Starfsmenn sem vilja tilkynna grun um brot á þessum siðareglum eða almennar áhyggjur af regluvörslu ættu að tala við næsta yfirmann sinn eða tilkynna í gegnum vefsíðu Eimskip.com undir whistleblower (=uppgljóstrari). Fyrirtækið mun ekki samþykkja neinar hefndaraðgerðir gegn einstaklingum sem tilkynna um raunveruleg eða grunuð brot í góðri trú.


Samþykkt af stjórn Eimskiplips 25 febrúar 2020