Gott er að staðsetja þyngri kassa neðst og léttari kassa ofar.
Reyna að halda bretti flötu svo ekki sé hætta á að kassar detti af toppnum.
Hámarkshæð á bretti er 2,2 m en gætið sérstaklega að vandaðri röðun á há bretti.
Staflið svo hliðarnar séu jafnar og vörur standi ekki út af brettinu.
Gætið þess að plasta brettið vel og styrkja ef þörf er á eftir eðli vörunnar.
Miðið við innihald þegar pakkað er, veljið hentuga stærð og notið fylliefni ef þörf krefur. Munið að of mikið fylliefni getur dregið úr styrk flutningseiningarinnar.
Ef flutningseining fer yfir 25 kg þarf að koma henni fyrir á bretti og merkja sem þunga einingu.
Gætið þess að kassinn passi fyrir vöruna svo að hægt sé að loka honum almennilega og ekkert standi út úr.
Gæði kassa þurfa að vera góð. Veljið góða og stífa kassa til að verja vöruna sem best.