Góðar merkingar á sendingum eru grundvallaratriði í allri flutningskeðjunni til að auka öryggi við meðhöndlun og afhendingu.

Almennt um merkingar

Rafræn skráning

 • Skráðu sendingar rafrænt á þjónustuvefnum okkar.
 • Hægt er að óska eftir aðgangi með því að senda póst á innanlands@eimskip.is.

Strikamerki

 • Á strikamerki þarf að koma fram nafn sendanda, nafn og heimili viðtakanda, vörulýsing og fylgibréfsnúmer.
 • Æskilegt er að sending sé strikamerkt, helst á báðum skammhliðum.
 • Strikamerki þarf að liggja í beinni línu (ekki fyrir horn).

Útivörur

 • Merkingar á útivöru þurfa að þola mismunandi veðurfar.
 • Merkingar þurfa að vera regnheldar.
 • Merkingar þurfa að þola vind.

Kæli- og frystivara

Sérmerkingar

 • Kæli-og frystivöru þarf að merkja sérstaklega.
 • Merkja þarf hverja einingu fyrir sig með viðeigandi merkingu.
 • Sambærilegar upplýsingar þarf að skrá á fylgibréf.
 • Sérmerkimiða má nálgast í afgreiðslum Eimskips um allt land

Röðun á bretti

 • Ekki er leyfilegt að blanda saman á bretti þurr-, kæli- og frystivöru.
 • Ef um brettavöru er að ræða þá þarf að merkja vörumeðhöndlun brettis sérstaklega en ekki bara vörurnar á brettinu.

Góðar merkingar

 • Kælivara: Bláir miðar með hitastigi.
 • Frystivara: Rauðir miðar með hitastigi.
 • Góðar merkingar hjálpa starfsfólki að koma sendingum á réttan geymslustað.
 • Ekki er borin ábyrgð á sendingum sem eru rangt merktar.

Hættulegur varningur

Hættulegur varningur

 • Sendandi ber ábyrgð á að sending sé skráð í kerfi Eimskips sem ADR vara.
 • Sendandi ábyrgist að allir pappírar fylgi með sendingunni.
 • Sjá reglugerð um ábyrgð sendanda hér.

ADR-pappírar

 • Smelltu hér til að sækja PDF skjal sem þarf að fylla út og sjá til þess að fylgi með sendingunni.

Góðar merkingar

 • Góðar merkingar hjálpa starfsfólki að koma sendingum á réttan geymslustað.
 • Ekki er borin ábyrgð á sendingum sem eru rangt merktar.
 • Dæmi um góðar merkingar:

Aðrar merkingar

Brothætt

 • Merkja skal brothætta vöru með sérstökum límmiðum sem gefur til kynna að innihaldið sé brothætt.

Ekki blotna

 • Merkja þarf útivöru sem má ekki blotna með sérstökum límmiðum.

Snúa í rétta átt

 • Ef að vara þarf að snúa í ákveðna átt þarf að merkja einingarnar skýrt og greinilega.

Þungt

 • Merkja skal einingar sem eru þyngri en 25 kg sérstaklega sem þunga vöru.