Það eru ekki allir hlutir kassalaga og því þarf að vanda frágang sérstaklega þegar erfiðara er að stafla þeim saman. Ójafnar einingar geta verið margs konar og geta þurft sérstaka meðferð í frágangi.

Ójafnar einingar

Dýnur og húsgögn

 • Ef þarf að stafla, staflið eins jafnt og hægt er til að halda jafnvægi.
 • Ekki dugar að verja eingöngu með plasti.
 • Verja þarf horn og viðkvæma fleti sérstaklega með pappa eða frauðplasti.
 • Gætið að svæðum þar sem lyftaragafflar ganga inn.

Bárustál, álfellur og plötur

 • Ef þarf að stafla, staflið eins jafnt og hægt er til að halda jafnvægi.
 • Verja þarf horn og viðkvæma fleti sérstaklega með pappa eða frauðplasti.
 • Gætið að svæðum þar sem lyftaragafflar ganga inn.
 • Gangið frá þannig að vara geti mögulega staflast ofan á aðra vöru.
 • Stífið plötur af svo þær bogni ekki.

Gler

 • Notið helst sérstakar grindur til flutnings á gleri.
 • Verjið allar hliðar og sérstaklega horn.
 • Skorðið glerplötur vel svo þær fari ekki á hreyfingu.
 • Glerplötur þurfa að standa upp á endann en ekki liggja flatar.