Vörufylgibréf

Vörufylgibréf eiga að fylgja öllum sendingum og þau þarf að fylla út áður en sendingin fer af stað.
Eftirfarandi reiti verður að fylla út með réttum upplýsingum:

Grunnupplýsingar
Nafn, kennitala, heimilisfang, staður, símanúmer og netfang. Þessar upplýsingar verða að koma skýrt fram á fylgibréfinu bæði hjá viðtakanda og sendanda.

Greiðandi
Nauðsynlegt er að merkja við hver eigi að greiða flutningsgjöldin. Hér þarf að passa að krossa í réttan reit á fylgibréfinu.

Fjöldi/stærð sendingar
Nauðsynlegt er að skrá fjölda sendinga en valfrjálst er að skrá þyngd eða rúmmál.

Innihaldslýsing
Nauðsynlegt er að skrá innihaldslýsingu sem gefur upplýsingar um eðli vörunnar og tryggir rétta meðhöndlun. Þessar upplýsingar þurfa einnig að koma fram á sendingunni sjálfri og þá þarf að líma límmiða á hverja einingu sem gefur til kynna hver meðhöndlunin á að vera (kælivara / frystivara / brothætt)​.

Fylgibr