Hýsing

Vöruhúsaþjónustan býður upp á hýsingu fyrir mismunandi vörutegundir. Stærsta vöruhúsið er Vöruhótelið en þar er í hýsingu vara fyrir fjölda viðskiptavina, þar á meðal Eimskip og TVG-Zimsen. Í vöruhúsinu er hitastig um 18°C sem er kjörhiti fyrir flestar tegundir þurrvöru.

Eimskip býður viðskiptavinum sínum einnig aðgang að þremur kæli- og frystigeymslum á Íslandi. Þær eru Sundafrost og Sundakælir í Reykjavík og Fjarðarfrost í Hafnarfirði.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7600 eða sendið fyrirspurnir á netfangið vh@eimskip.is. 

Eimskip 25

Þurrvörugeymsla

Vöruhótelið annast geymsluþjónustu á þurrvöru fyrir Eimskip á höfuðborgarsvæðinu.  Þar er viðskiptavinum boðið að geyma vörur við bestu skilyrði. Í vöruhúsinu er hitastig um 18°C sem er kjörhiti fyrir flestar tegundir þurrvöru. Boðið er upp á geymslu á smávöru í minni hillum.

Vöruhótelið býður upp á heildarþjónustu frá því að vara kemur til landsins og er losuð úr gámi. Í boði er umsjón með tollskjalagerð, staðsetning vöru á lager, afgreiðsla pantana og dreifing til viðskiptavinar - fyrirtækja jafnt og einstaklinga.

Einnig er mjög algengt að fyrirtæki óski eftir að nýta sér þann kost að geyma vöru í Vöruhótelinu ef ekki er pláss í þeirra eigin vöruhúsi. Þannig er hægt að auka veltu fyrirtækisins án þess að auka fastan kostnað. Í Vöruhúsaþjónustunni er eingöngu borgað fyrir notkun á þjónustu við vörur viðskiptavinar. Engin notkun þýðir enginn kostnaður.  

FYRIRTÆKI MEÐ MIKLAR ÁRSTÍÐABUNDNAR SVEIFLUR Í SÖLU AF VÖRUM FYRIRTÆKISINS GETA NÝTT SÉR KOSTI VÖRUHÓTELSINS OG FENGIÐ AÐGANG AÐ MIKLU LAGERPLÁSSI Í ÞANN TÍMA SEM ÞÖRFIN ER TIL STAÐAR.  

Vöruhótelið veitir viðskiptavinum fjölbreytta lagerþjónustu og einnig sérhæfða þjónustu, til dæmis merkingu, pökkun, prófun vöru og ráðgjöf.  

Vöruhótelið hefur frá opnun notast við nýjustu tækni í lagerrekstri; strikamerkingu, skönnun og rafrænum tengingum við kerfi viðskiptavina og dreifikerfi. Í Vöruhótelinu var árið 2008, í fyrsta skipti á Íslandi, tekin í notkun svokölluð taltínsla í Vöruhótelinu. Taltínsla ásamt skönnun strikamerkja tryggir hámarks skilvirkni í tiltekt á pöntunum.    

Viðskiptavinir sem nýta sér þjónustu Vöruhótelsins hafa mjög mismunandi þarfir. Meðal þeirra sem gera það má nefna stóran innlendan kjötvöruframleiðanda, húsgagna- og búsáhaldaverslun, raftækjaverslun, alþjóðlegar vefverslanir, stóran íslenskan matvæla- og lyfjaframleiðanda, orkuveita, víninnflytjendur og byggingavöruverslanir. Þjónustan hentar jafn vel hvort sem um er að ræða stærri eða minni fyrirtæki.  

Stofnkostnað nýrra fyrirtækja er hægt að lækka mjög mikið við að nýta sér vöruhúsaþjónustu Eimskips. Útgjöld fylgja þá umfangi rekstrarins og aukið umfang gefur ekki tilefni til aukins fasts kostnaðar eða fjármögnunnar í aukinni lagerstarfsemi.  

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525-7600 eða sendið fyrirspurnir á netfangið vh@eimskip.is

Hitastýrð geymsla

Eimskip býður viðskiptavinum sínum aðgang að þremur kæli- og frystigeymslum á Íslandi.  Sundafrost og Sundakælir í Reykjavík og Fjarðarfrost í Hafnarfirði. 

Frystigeymslurnar eru búnar nútíma tæknibúnaði og tölvustýrðri geymslu- og kælitækni sem sniðin er að þörfum innflytjanda af frystri neysluvöru og útflytjenda af frystum sjávarafurðum. Hitastig í geymslunum er vaktað og hitastig skráð rafrænt.Birgðarhaldinu er stýrt með fullkomnu upplýsingakerfi og hefur yfir að ráða starfsfólki með mikla reynslu og yfirgripsmikla þekkingu á meðhöndlun frystivöru.

Kæligeymslan er sniðin að þörfum ferskfisk- og saltfiskútflytjenda með fullkomnu upplýsingakerfi og hefur yfir að ráða starfsfólki með mikla reynslu og þekkingu á meðhöndlun fiskafurða.

Við geymslurnar eru landamærastöðvar þar sem fullkomin aðstaða er til skoðunar og sýnatöku.

Frekari upplýsingar fyrir hitastýrðar geymsluþarfir eru veittar í síma 525 7432 eða sendið fyrirspurnir á netfangið sundafrost@eimskip.is.

Grófvara og útisvæði

Eimskip býður viðskiptavinum sínum upp á geymslu af varningi utanhúss á afgirtum vöktuðum svæðum bæði í Reykjavík og Hafnarfirði.

Sem dæmi má nefna svæði fyrir bílageymslu, vélageymslu, veiðafæri og hvers kyns vöru sem ekki þarf sérstaklega að geyma innanhúss.

Einnig er boðið upp á að geyma gáma á útisvæðinu þar sem viðskiptavinir geta tekið vöru úr eða sett vöru í gáma eftir þörfum.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7910 eða sendið fyrirspurnir á netfangið trawler@eimskip.is.