Ófært fyrir siglingar í Landeyjahöfn

08. janúar 2021 | Akstur innanlands

Ófært er fyrir siglingar í Landeyjahöfn og hefur Herjólfur ohf. gefið það út að næst verði athugað með siglingar kl. 15.00. 

Flytjandi mun afhenda vörur um leið og tækifæri gefst til þegar og ef siglt verður. Falli ferðir niður í dag munu vörur vera afhentar á morgun, laugardag.