Eimskipafélag Íslands reisir 10000 tonna frystigeymslu í Hafnarfirði

04. janúar 2014 | Fréttir
Eimskip hefur ákveðið að ráðast í byggingu á fullkominni 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði sínu í Hafnarfirði. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að veruleg aukning hefur orðið í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski sem kallar á vaxandi frystigeymsluþjónustu. Einnig er aukin eftirspurn eftir vöruhótelþjónustu fyrir frystar neytendavörur. Eimskip hefur verið með starfsemi í Hafnarfirði allt frá árinu 1970 og rekur þar frystigeymsluna Fjarðarfrost sem rúmar um 3.000 tonnásamt því að vera með umfangsmikla löndunarþjónustu fyrir sjávarútveginn auk tengdrar hliðarþjónustu.Markmið félagsins er að byggja upp öfluga þjónustumiðstöð fyrir sjávarútveginn staðsetta í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarhöfn er vel staðsett og býður upp á góða aðstöðu fyrir útgerðir.Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrir áramót og að fyrsti áfangi nýrrar frystigeymslu verði tilbúinn til notkunar sumarið 2015. Auk þess er til staðar möguleiki á að stækka nýju geymsluna í áföngum um allt að 14.000 tonn í samræmi við þarfir viðskiptavina.Með þessari ákvörðun er Eimskip að fylgja eftir þeirri þróun sem verið hefur til að geta þjónustað viðskiptavini sína enn betur en áðurenda er sjávarútvegurinn ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs og þjónusta við sjávarútveginn er mikilvæg stoð í rekstri félagsins.Nýja frystigeymslan er til hægri á myndinni en til vinstri má sjá núverandi geymsluFjarðarfrost. Stækkunarmöguleikar felast í tengibyggingu á milli nýju og gömlu geymslunnar.