Óskar Magnússon nýr stjórnarformaður Eimskips

17. mars 2022 | Fréttir
Óskar Magnússon nýr stjórnarformaður Eimskips

Óskar Magnússon hefur verið kjörinn nýr formaður stjórnar Eimskips og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður en ný stjórn fundaði í kjölfar aðalfundar félagsins sem haldinn var í dag. Sjálfkjörið var í stjórnina en auk Óskars og Margrétar voru Lárus Blöndal, Guðrún Blöndal og Ólöf Hildur Pálsdóttir endurkjörin í stjórnina. Konur skipa því áfram meirihluta stjórnar líkt og verið hefur undanfarið ár.  Varamenn eru Baldvin Þorsteinsson, fráfarandi formaður og Jóhanna á Bergi.