Samfélagið

Eimskip skapar starfsmönnum jöfn tækifæri í öruggu og heilbrigðu starfsumhverfi og leggur sig fram um að vera góður samfélagsþegn með því að þekkja ábyrgð sína í þeim samfélögum þar sem félagið starfar

Viðskiptavinurinn

Eimskip veitir alhliða flutningaþjónustu þar sem þarfir viðskiptavina okkar eru í fyrirrúmi. Við veitum viðskiptavinum og samstarfsfélögum ávallt framúrskarandi þjónustu. Það gerum við af alúð og ánægju, með gildi Eimskips, árangur, samstarf og traust að leiðarljósi.

Mannréttindi

Mannauður Eimskips, þekking hans og færni, er mikilvægasta auðlind félagsins. Hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum sem sinna mismunandi störfum og búa að ólíkri reynslu og þekkingu. Með sameiginlegum gildum stillir hópurinn saman strengi, byggir öflugt félag og eftirsóknarverðan vinnustað með öflugri liðsheild og metnaði.

Mannauður

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Jafnrétti

Eimskip vinnur markvisst í samræmi við jafnréttisáætlun að jafnri stöðu starfsmanna óháð kyni. Eimskip vill vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður fyrir konur jafnt sem karla.

Heilsa

Eimskip leitast við að stuðla að almennri vellíðan og góðri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Aukin vellíðan leiðir af sér aukin lífsgæði og ánægðari starfsmenn.

Vinnuvernd og öryggi

Eimskip er umhugað um heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagið býður upp á örugga og heilsusamlega vinnuaðstöðu sem frekast er kostur og leggur áherslu á að starfsmenn verndi sjálfa sig, samstarfsmenn, utanaðkomandi einstaklinga, vörur, búnað og umhverfi fyrir hvers konar skaða.

Persónuvernd

Eimskip hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem félagið safnar.

Styrkir

Styrktarstefna Eimskips endurspeglar markmið félagsins í samfélagslegri ábyrgð, jafnrétti, ábyrgum rekstri og góðum viðskiptaháttum. Við leggjum ríka áherslu á að styrkja málefni sem gagnast samfélaginu og styðst félagið við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við val á verkefnum.

EGS Skýrsla

LYKILTÖLUR - Samfélagsmál (S) Eining 2015 2016 2017 2018
Starfsmannavelta           
Starfsmannavelta % 18,8% 22,3% 24,3% 24,7%
    Þar af hættu að eigin ósk fj. 88 114 137 143
    Þar af sagt upp - 27 35 39 34
    Þar af hættu vegna aldurs - 16 8 10 17
Fjöldi kvenmanna og karlmanna sem létu af störfum - 151 182 209 215
    Konur % 9% 15% 20% 17%
    Karlar - 91% 85% 80% 83%
Aldursdreifing þeirra sem létu af störfum:          
    20-29 fj. 57 62 90 92
    30-39 - 25 41 43 40
    40-49 - 21 29 25 25
    50-59 - 18 26 19 22
    60-69 - 24 17 16 29
Kynjaskipting          
Heildarfjöldi starfsmanna fj. 842 865 916 896
   Konur % 18% 20% 21% 21%
   Karlmenn - 81% 80% 79% 79%
Fjöldi hlutastarfsmanna fj. 23 20 32 23
   Konur % 65% 55% 53% 48%
   Karlmenn - 35% 45% 47% 52%
Fjöldi stjórnenda fj. 59 59 64 59
   Konur % 20% 24% 27% 25%
   Karlmenn - 80% 76% 73% 75%
Hlutfall tímabundinna ráðninga
Heildarfjöldi starfsmanna fj. 842 865 916 896
   Fastráðningar % 94% 93% 95% 92%
   Hlutastarf - 2% 2% 2% 2%
   Tímabundið starf - 4% 5% 3% 6%
Jafnréttisstefna 
Hefur félagið mótað og birt jafnréttisstefnu sem það fylgir? Já/Nei
Slysatíðni           
Fjarveruslys á vinnustað fj. 83 57 51 51
Fjarveruslys á leið til og frá vinnu - 4 4 1 4
Heilsa og öryggi
Hefur félagið mótað og birt heildstæða heilsu- og öryggisstefnu? Já/Nei - - -
Fjarvera starfsmanna vegna langtímaveikinda sem hlutfall af heildarvinnustundum % - - - -
Fjarvera starfsmanna vegna skammtímatímaveikinda sem hlutfall af heildarvinnustundum - - - - -
Fjarvera starfsmanna vegna veikinda sem hlutfall af heildarvinnustundum (Heilsumælikvarði) - - - - -
Barna- og nauðungarvinna 
Hefur formleg stefna verið mótuð sem snýr að barnaþrælkun? Já/Nei - - -
Hefur formleg stefna verið mótuð sem snýr að nauðungarvinnu? - - - -
Mannréttindi    
Hefur félagið mótað og birt mannréttindastefnu? Já/Nei - - IP
Mannréttindabrot    
Fjöldi tilkynninga fj. 0 1 0 0
   Vegna þvingunar og eineltis - 0 0 0 0
   Vegna áreitis og mismununar vegna kynferðis - 0 0 0 0
   Vegna kynferðislegrar áreitni - 0 0 0 0
   Vegna fáfræði - 0 1 0 0
   Vegna brota af öðru tagi - 0 0 0 0
Tilkynningar sem unnið hefur verið með - 0 1 0 0
Tilkynningar sem leyst hefur verið úr - 0 1 0 0
Fjölbreytni stjórnar    
Heildarfjöldi aðalstjórnarmanna fj. 5 5 5 5
   Þar af konur % 40% 40% 40% 60%
   Þar af menn - 60% 60% 60% 40%