Stjórnarhættir

Eimskip kappkostar að tryggja opin og gegnsæ samskipti á milli stjórnenda félagsins, stjórnar, hluthafa og annarra haghafa

Stjórn Eimskips

Í stjórn Eimskip sitja fimm aðalmenn og tveir varamenn kjörnir á hluthafafundi til eins árs í senn.

Um stjórn Eimskips

Störf og starfsreglur stjórnar

Starfsreglur stjórnar eru settar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Um starfsreglur

Undirnefndir
Starfskjaranefnd

Stjórn félagsins skal skipa starfskjaranefnd sem skipuð er þremur mönnum sem stjórn félagsins kýs úr sínum röðum. Hlutverk starfskjaranefndar er að vera leiðbeinandi fyrir félagsstjórn og framkvæmdastjórn um starfskjör æðstu stjórnenda félagsins og ráðgefandi um starfskjarastefnu.

Í starfskjaranefnd Eimskips sitja:
Gudrún Ó. Blöndal
Hrund Rudolfsdóttir
Vilhjálmur Vilhjálmsson

Nánar um strafskjaranefnd

 

Endurskoðunarnefnd

Stjórn félagsins skal skipa þremur mönnum í endurskoðunarnefnd. Helstu verkefni endurskoðunarnefnar eru eftirfarandi:

Eftirlit með vinnuferlum við gerð reikningsskila.

Eftirlit með skipulagi og skilvirkni innra eftirlits fyrirtækisins og áhættustýringu.

Eftirlit með endurskoðun ársreikninga fyrirtækisins og samstæðureikninga.

Mat á óháðum endurskoðendum eða endurskoðunarfyrirtæki og eftirlit með hvers kyns annarri vinnu sem óháðir endurskoðendur eru gerðir eða endurskoðun fyrirtæki. Nefndin skal við mat sitt taka tillit til atriðanna tilgreint í kafla 2.3 í 5. útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Leggja fram tillögur til stjórnar varðandi val á óháðum endurskoðendum eða endurskoðunarfyrirtæki

Í endurskoðunarnefnd Eimskips setja:
Lárus L. Blöndal
Ólafur Viggó Sigurbergsson 
Vilhjálmur Vilhjálmsson

Nánar um endurskoðunarnefnd

Forstjóri Eimskips

Forstjóri annast daglegan rekstur félagsins í samræmi við þær reglur sem honum eru settar af stjórn félagsins. Forstjóri skal sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti.

Stjórnarháttayfirlýsing 2019

Stjórnarháttayfirlýsing er samþykkt á stjórnarfundi ári hvert.

Nánar um stjórnhætti

Siðareglur

Siðareglur Eimskips voru samþykktar á stjórnarfundi 22.02.2018 og gilda um alla starfsmenn og stjórnendur Eimskips.

Nánar um siðareglur

LYKILTÖLUR - Vald og stjórnun (G) 2015 2016 2017 2018
Aðskilnaður valds í stjórn    
Er forstjóri stjórnarformaður? Nei Nei Nei Nei
Er forstjóri stjórnarmeðlimur? Nei Nei Nei Nei
Stýrir forstjóri nefndum á vegum stjórnar? Nei Nei Nei Nei
Gegnsæi í störfum stjórnar)    
Er niðurstaða stjórnar gerð opinber? Nei Nei Nei Nei
   En til forstjóra/framkvæmdastjóra
   En til skoðunar-/eftirlitsaðila?
Eru kostningar stjórnarmanna gerðar opinberar? Nei Nei Nei Nei
   En til forstjóra/framkvæmdastjóra
   En til skoðunar-/eftirlitsaðila?
Launatengt hvatakerfi    
Eru launatengdir hvatar til staðar til að hvetja stjórnendur til að framfylgja ESG stefnu fyrirtækisins?
  Varðandi umhverfismál?
  Varðandi samfélagsmál?
  Varðandi fjármál og stjórnun
Vinnuréttur (G4 |UNGC P3|GRI G4;HR4)    
Styður félagið rétt starfsmanna til þátttöku í stéttarfélagi?
Fjöldi starfsmanna í stéttarfélögum 95.2% 95.2% 95.2% 95.7%
Fjöldi starfsmanna ekki í stéttarfélögum 4.9% 4.8% 4.8% 4.3%
Birgjamat    
Hefur félagið mótað og birt birgjastefnu? Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
   Sem tekur til umhverfismála Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
   Sem tekur til mannréttinda Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
   Sem tekur til þjóðernis fólks og uppruna Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
   Sem tekur til mögulegrar spillingar Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
   Sem tekur til milliliða Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
Siðareglur    
Hefur fyrirtækið mótað og birt siðareglur?
   Hafa þær verið samþykktar af stjórninni
   Hafa þær verið kynntar starfsmönnum
Aðgerðir gegn spillingu og mútum     
Hefur félagið mótað og birt stefnu gegn spillingu og mútum? Nei Nei Í vinnslu
   Hafa verið samþykktar af stjórninni Nei Nei Í vinnslu
   Hafa verið kynntar starfsmönnum Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
   Hafa verið kynntar opinberlega Nei Nei Í vinnslu
Er viðeigandi viðbragðsáætlun til staðar? Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
Eru viðeigandi verklagsreglur til staðar? Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
Eru viðeigandi viðbragðsáætlun og verklagsreglur aðgengilegar starfsmönnum? Nei Nei Í vinnslu Í vinnslu
Gegnsæi skatta og gjalda    
Hefur félagið mótað og birt skattastefnu? - - - -
Skilar félagið skattaskýrslu í öllum þeim ríkjum sem starfsemi þess nær til?
Hefur skattspor fyrirtækisins verið reiknað?
Upplýsingagjöf um sjálfbærni    
Hefur félagið mótað sjálfbærniskýrslu og birt hana opinberlega? Nei Nei Í vinnslu
Aðferð við skýrslugerð    
Gefur fyrirtækið út GRI, CDP, SASB, IIRC or UNGC skýrslur? Í vinnslu Í vinnslu
Áreiðanleiki    
Hafa upplýsingar Samfélagsuppgjörins verið staðfestar eða endurskoðaðar af þriðja aðila?