Um Lagarfoss

Lagarfoss er nýjasta skip Eimskips en það var smíðað í Kína árið 2014. Þetta er níundi Lagarfoss félagsins en sá fyrsti sigldi frá 1917-1949 eða í 32 ár og er það lengsti tími nokkurs skips hjá félaginu. Lagarfoss er á sömu línu og Brúarfoss eða gulu línunni sem fer til Íslands, Færeyja, Bretlands og Norður-Evrópu. Gula línan sér um að koma ferskum fiski á sem stystum tíma úr Norður-Atlantshafinu á markaði í Evrópu.

General

TEU
875
Lengd * Breidd
140.7m × 23.2m
Djúprista
8.7m
GT
10,106
Dauðvigt
12,263t
Hámarkshraði
18 knots
Byggt
2014
IMO
9641314
Kall merki
V2QK5
Fáni
FO