Hjá Eimskip starfar úrvalshópur sem hefur gildi fyrirtækisins að leiðarljósi:  

 ÁRANGUR – SAMSTARF – TRAUST

STARFSMANNASTEFNA

Við tileinkum okkur stefnu Eimskips og þekkjum hlutverk okkar í starfseminni.

Við erum vakandi fyrir nýjum sóknarfærum, tökum áskorunum, finnum nýjar lausnir og hrindum þeim í framkvæmd.

Við veitum viðskiptavinum okkar góða þjónustu.

Starfskjör okkar endurspegla ábyrgð og árangur í starfi.

Við gætum jafnréttis milli einstaklinga.

Með því að leggja áherslu á umbun og endurgjöf, starfsumhverfið, starfsmannaval, fræðslu og starfsþróun sköpum við skemmtilegan vinnustað sem endurspeglar gildin okkar.

FRÆÐSLA OG STARFSÞRÓUN

Símenntun og starfsþróun eru mikilvægar forsendur fyrir stöðugum vexti og þróun starfsmanna og fyrirtækisins.

Við höfum tækifæri til starfsþróunar og með þátttöku í markvissu fræðslustarfi nýtum við og þroskum hæfileika okkar.

Við berum öll ábyrgð á góðu og gagnkvæmu upplýsingaflæði.

Frumkvæði okkar, metnaður og árvekni í fræðslu og starfsþróun er lykill að árangri.

UMBUN OG ENDURGJÖF

Til að ná árangri þurfum við að vita hvernig við stöndum okkur í starfi.

Við leiðbeinum, hvetjum og hrósum fyrir góðan árangur og ræðum það sem betur má fara.

Við veitum umbun fyrir góða frammistöðu og sýnda hollustu.  

 

STARFSMANNAVAL

Ólíkir einstaklingar með mismunandi reynslu og hæfileika eru lykillinn að velgengni fyrirtækisins.

Vandað starfsmannaval tryggir að við höfum rétt fólk á réttum stað.

Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða starfsþjálfun.

Við leggjum okkur fram við að halda í gott starfsfólk. 

STARFSUMHVERFI

Starfsumhverfið er fjölbreytilegt og það er okkar hlutverk að skapa skemmtilegan vinnustað.  

Við erum þátttakendur í umbótum og breytingum.

Við störfum í öruggu og heilsusamlegu umhverfi.

Við njótum samkeppnishæfra kjara og erum metin að verðleikum.

Við samræmum vinnu og einkalíf með gagnkvæmum sveigjanleika og fjölskylduvænum vinnustað.

Við líðum hvorki einelti né kynferðislega áreitni​.