Fara á efnissvæði

Búslóðaflutningaferlið

Það er allra hagur að búslóðaflutningar séu vel skipulagðir áður en til flutnings kemur. Við biðjum því viðskiptavini okkar að kynna sér vel upplýsingarnar á síðunni og lesa yfir öll skrefin í flutningsferlinu áður en það hefst.

Nauðsynleg skjöl

Innihaldslisti fyrir tollayfirvöld og verðmætamat fyrir tryggingar auk búslóðayfirlýsingar þurfa að fylgja útprentuð og undirrituð fyrir flutning.

Innihaldslisti er flutningsfyrirmæli, fyrir tollayfirvöld og verðmætamat fyrir tryggingar. Sem þarf að senda á skrifstofu Eimskips í útflutningshöfn.

Opna innihaldslista

Fyrir innflutning á búslóð til Íslands:
Búslóðayfirlýsing, yfirlýsing til tollayfirvalda á Íslandi vegna innflutnings búslóðarinnar og sendist hún til búsóðafulltrúa á skrifstofu Eimskips í Reykjavík.

Opna búslóðayfirlýsingu

Fyrir útflutning á búslóð frá Íslandi:
Tollskýrsla fyrir viðkomandi land er send með tilboði ef við á. Eimskip getur séð um að gera tollaskýrslu fyrir móttakanda í sumum tilfellum. Ef Eimskip getur ekki aðstoðað við skýrslugerð er það tekið sérstaklega fram í tilboði. Skrifstofa Eimskips upplýsir ef vitað er um aðra pappíra sem óskað er eftir til skýrslugerðar í erlendri höfn.

Prenta þarf skjölin út og skrifa undir áður en þau eru send til Eimskips.

Mikilvægt að tryggja

Þér er skylt að tryggja búslóð sem flutt er með Eimskip. Eimskip á Íslandi selur farmtryggingar í umboði Sjóvá.

  • Tryggingariðgjald búslóðar er 0,405% af heildarverðmæti búslóðar og flutningskostnaðar að viðlögðu 10% álagi.
  • Tryggingariðgjald búslóðabíls er 0,315% af verðmæti ökutækis og flutningskostnaðarað viðlögðu 10% álagi.

Tryggingaiðgjöld sem Eimskip hefur milligöngu um, eru greidd samhliða flutningsgjöldum. Ef þú vilt annast tryggingu á búslóð þinni sjálf(ur) þá þarft þú vinsamlega að skila inn tryggingaskírteini með öðrum gögnum vegna flutnings búslóðar.

Afhending búslóðar

Það er á þína ábyrgð að pakka búslóðinni þinni vel áður en að flutningi kemur. Mikilvægt að nota góðar umbúðir og svo þarf að hlaða öllu á bretti eða í gám.

Hvar og hvenær afhendi ég búslóðina mína?

Allar tímasetningar á komutíma bíls til sendanda búslóðar eru áætlaðar og geta breyst fyrirvaralaust. Sendandi er ábyrgur fyrir því að flutningabíll komist að á hleðslustað. Meti bílstjóri aðstæður þannig að hætta sé á skemmdum á tækjabúnaði vegna erfiðra aðstæðna eða ólöglegt er að leggja eða fara með bíl eða gám á hleðslustað hefur það aukinn kostnað í för með sér fyrir búslóðareiganda.

Innifalinn hleðslutími í flutningsgjaldi heilgáma er mismunandi eftir löndum en er vanalega á bilinu 1-2 klst. Ef hleðsla tekur lengri tíma en innifalinn er í tilboðinu reiknast biðtími á bíl sem rukkað er sérstaklega fyrir eftirá. Vinsamlegast athugið að yfirleitt er ekki lyfta á gámaflutningabílum sem eru í akstri erlendis. Ef um lausavöruflutning er að ræða þarf að vera í sambandi við skrifstofu Eimskips í lestunarhöfn varðandi frágang búslóðar og tímasetningar á akstri og hleðslu.

Hvernig borga ég fyrir flutninginn?

Eftirfarandi leiðir eru í boði:

  • Hjá gjaldkera á starfsstöð Eimskips
  • Með símgreiðslu (kreditkort)
  • Með millifærslu á bankareikning Eimskips
    • Bankareikningur: 0111-26-2914 Kt: 421104-3520
    • IBAN: IS93 0111 2600 2914 4211 0435 20
    • Swift code: NBIIISRE
Tollareglur

Ef um tollskyldan varning er að ræða í búslóðaflutningi, ber að greiða tolla og gjöld skv. tollareglum hverju sinni. Tollskyldur varningur er til dæmis bílar á erlendum númerum, bifhjól, bátar, áfengi og hlutir sem fólk hefur verslað erlendis á innan við ári fyrir heimflutning.

Þeir sem búið hafa erlendis lengur en 12 mánuði samfellt fyrir flutning eiga rétt á að flytja inn nýja muni upp að vissri upphæð án þess að greiða af þeim tolla. Nánari upplýsingar varðandi tollareglur má finna á heimasíðu Tollstjóraembættisins. Tollstjóraembættið gefur heimild fyrir tollaafgreiðslu. Flytja þarf inn búslóð innan 6 mánaða frá skráningu lögheimilis hjá þjóðskrá til að fá niðurfellingu á tollum á búslóð.

Eimskip getur afhent búslóðasendingu til viðskiptavinar þegar tollskýrsla hefur verið afgreidd hjá tollstjóra og flutningsgjöld greidd til Eimskips.

Tollstjóraembættið getur tekið mislangan tíma í að fara yfir/skoða sendingar. Stundum einn dag, stundum nokkra daga.

Eimskip býður upp á þjónstu við tollskýrslugerð og tollafgreiðslu.

Þeir sem búið hafa erlendis lengur en 12 mánuði samfellt fyrir flutning eiga rétt á að flytja inn nýja muni upp að vissri upphæð án þess að greiða af þeim tolla. Nánari upplýsingar varðandi tollareglur má finna á heimasíðu Tollstjóraembættisins. Tollstjóraembættið gefur heimild fyrir tollaafgreiðslu. Flytja þarf inn búslóð innan 6 mánaða frá skráningu lögheimilis hjá þjóðskrá til að fá niðurfellingu á tollum á búslóð.

Eimskip getur afhent búslóðasendingu til viðskiptavinar þegar tollskýrsla hefur verið afgreidd hjá tollstjóra og flutningsgjöld greidd til Eimskips.

Tollstjóraembættið getur tekið mislangan tíma í að fara yfir/skoða sendingar. Stundum einn dag, stundum nokkra daga.

Eimskip býður upp á þjónstu við tollskýrslugerð og tollafgreiðslu.

Heimasíða tollstjóra
Aðstoð við tollskýrslugerð