Fara á efnissvæði

Eimskip er nýr bakhjarl Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) og íslensku fótboltalandsliðanna. Samstarfið mun ná til allra landsliða Íslands, bæði karla og kvenna, og mun stuðla að frekari eflingu knattspyrnu á Íslandi.

Félagið hefur lengi verið þekkt fyrir að styðja við íþróttir og samfélagsverkefni. Með þessu samstarfi mun Eimskip leggja sitt af mörkum til að bæta aðstöðu og stuðning við landsliðin, sem og að efla grasrótarstarf í knattspyrnu.

HÚN í stað HÚH

Í aðdraganda EM í knattspyrnu kvenna hefur Eimskip, einn af bakhjörlum KSÍ, sent frá sér nýja ímyndarauglýsingu sem vekur athygli, fyrir óvæntan og áhrifaríkan endi þar sem víkingaklappið fær nýja merkingu. Með auglýsingunni vill félagið hvetja A landslið kvenna fyrir EM2025 og um leið að styrkja ásýnd og sýnileika kvennaknattspyrnunnar. Þau markmið endurspegla einnig áherslur Eimskips í jafnréttismálum. 

Auglýsingin, sem ber yfirskriftina „Hún! – Örugg sending í höfn“, leikur sér að tengingum milli flutninga og fótbolta. Taktfast víkingaklappið og HÚH óma í gegnum myndbandið. En þegar íslenska kvennalandsliðið gengur út á nýja þjóðarleikvanginn, áhorfendur rísa á fætur og Tólfan leiðir stemninguna – þá kemur hið óvænta í ljós: það sem virtist vera HÚH reynist vera HÚN, yfirlýsing til heiðurs stelpum og konum í knattspyrnu.

Frá hafnarbakka til þjóðarleikvangs

Í myndbandinu mætast heimar ungra stelpna í fótbolta, ungra kvenna á leið á völlinn, stuðningsfólks í gleði, og flutninga: skip Eimskips siglir inn fallegan fjörð og flutningabíll sést aka um íslenskt landslag og öll leiðin liggur að þjóðarleikvanginum þar sem stelpurnar okkar stíga á völlinn

„Við vildum fanga kraftinn, stoltið og þá samstöðu sem kvennalandsliðið kveikir í þjóðinni þegar það stígur á stóra sviðið. Þegar hugmyndin að auglýsingunni um að nota HÚN í stað HÚH kom þá stukkum við á hana. Hún speglaði okkar sýn og markvissar áherslur í jafnréttismálum, og við ákváðum að gera hana að veruleika“, segir Harpa Hödd Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs hjá Eimskip.

Testing