Fara á efnissvæði

Farmtryggingar – Áætlunarflutningar

Eimskip Innanlands selur flutningstryggingu í umboði Sjóvá og er það gjald hluti af Afgreiðslugjaldi.

Ef vátryggingaratburður verður, ber að tilkynna það innan þriggja daga til næstu afgreiðslustaðar eða á netfangið: fravik.innanlands@eimskip.is

Öll tjón á sendingum eru bætt í samræmi við vátryggingarskilmála í flutningstryggingu A hjá Sjóvá, skilmála þennan má finna á hér heimasíðu félagsins.

Hámarksbætur í hverri sendingu er kr. 15.000.000. 

Ekki má farga tjónavöru, heldur skal hún afhent Eimskip. Reikningar vegna tjóna skulu vera án virðisauka, þar sem er ekki um beina sölu að ræða, heldur tjónabætur.