Fara á efnissvæði

Fjölbreytt vöruhúsaþjónusta

Eimskip á Íslandi býður upp á geymslu á þurrvörum og vörum sem þarf að geyma við tiltekið hitastig. Við bjóðum upp á vöruhótelþjónustu, frísvæði, löndun og að úthýsa lagerstarfsemi að hluta til eða að fullu.

Eimskip starfrækir líka kæligeymslur í Noregi, Færeyjum, Nýfundnalandi og í Kína og fyrir þurrvörur í Bandaríkjunum, Færeyjum, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Víetnam.

Vöruhótel

Vöruhótelið býður upp á heildarþjónustu frá því vara kemur til landsins þar til viðskiptavinur þinn fær hana í hendurnar. Vöruhótelið býður viðskiptavinum upp á þann kost að úthýsa lagerstarfsemi. Fyrirtæki sem nýta sér Vöruhótelið hafa bætt greiðsluflæði sitt með lækkun lagerkostnaðar, betra vöruflæði og bættri þjónustu við viðskiptavini. Í Vöruhótelinu er pláss fyrir yfir 30.000 bretti og 23.000 hólf fyrir smávöru. Þar er kjörhiti fyrir þurrvöru en Vöruhótelið býður einnig upp á frystigeymslur og útisvæði fyrir stærri vörur. Vöruhótelið veitir viðskiptavinum fjölbreytta og sérhæfða þjónustu, t.d. merkingu, pökkun, prófun vöru og ráðgjöf.