Fara á efnissvæði

Vöruhúsaþjónusta Eimskips starfrækir frísvæði (tollvörugeymslu) í Reykjavík og í Hafnarfirði. Þar geta fyrirtæki geymt ótollafgreidda vöru eins lengi og óskað er. Ekki þarf að greiða tollgjöld og virðisaukaskatt fyrr en varan er leyst út, þar af leiðandi lækkar fjármagnsbinding fyrirtækja vegna vörulagers.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7600 eða sendið fyrirspurnir á netfangið fzo@eimskip.is

Á frísvæðinu er hagkvæmt að geyma:

 • Vöru sem ber há tollagjöld (til dæmis vín og minni ökutæki) 
 • Vöru sem er flutt til landsins með erlendum gámum sem bera háa gámaleigu 
 • Vöru sem erlendur birgi á

Fyrirtæki hafa náð að lækka kostnað vegna dýrra erlendra leigugáma með því að hýsa vöru á Vöruhótelinu. Einnig hafa fyrirtæki samið við birgja um að erlendir birgjar eigi vöruna en íslenski innflytjandinn taki inn vöru eftir þörfum. Hýsing á Vöruhóteli tryggir slíka eignaskiptingu. 

Úttektir eru óháðar sendingum þannig að hægt er að taka vörur út af mörgum innflutningssendingum. Á frísvæði er heimilt að vinna við vöruna, til dæmis merkja hana og umpakka. Að auki er heimilt að flytja vöruna innanlands á milli frísvæða eða úr landi. Vörur sem eru á frísvæði eru ekki komnar inn í landið og því hægt að flytja út án þess að komin séu tollgjöld á vöruna.

Kostnaður:

 • Sveigjanleiki þar sem geymslugjöld tengjast magni 
 • Skýrari mynd af kostnaði við lagerhald 
 • Stofnkostnaður nýrra fyrirtækja lækkar 
 • Lækkun fjármagnskostnaðar  

Með hýsingu í Vöruhótelinu greiðir viðskiptavinur aðeins fyrir það pláss sem þörf er á hverju sinni. Því er auðveldara að lágmarka kostnaðinn sem fylgir lagerhaldi. Óþarft er að liggja með opinber gjöld á lager.

Eigendur:

 • Eigandi sendingar getur verið íslenskt eða erlent fyrirtæki 
 • Hægt er að semja við erlenda birgja um að hann eigi vöruna á frísvæðinu en íslenski viðskiptavinurinn borgi kostnað við lagerhald.
 • Erlendir birgjar geta geymt vöru á lager innan frísvæðisins og selt til margra innlendra fyrirtækja sem sjá um að greiða aðflutningsgjöld. Auðveldara er að höndla til dæmis árstíðarbundnar sveiflur í vörumagni á lager
 • Vöruhótelið býður upp á fjölþætta þjónustu sem hentar ólíkum fyrirtækjum. Hvort sem viðskiptavinur er stórt framleiðslufyrirtæki, alþjóðleg vefverslun eða lítið innflutningsfyrirtæki, leysum við þarfir hans með fjölþættum þjónustuliðum í starfsemi okkar.