Fara á efnissvæði

Pakkaþjónusta Eimskips á við um sendingar netverslana og/eða almennar sendingar í dreifingu víðsvegar um landið, hvort heldur sem er á landsbyggðinni með stærsta flutninganeti landsins eða innan höfuðborgarsvæðisins.  

Hægt er að velja þá afhendingarmöguleika sem henta hverjum og einum. Við bjóðum upp á heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 16-22 á kvöldin en einnig er hægt að fá pakka afhenta í pakkabox eða á pakkastöðvum víðsvegar um land allt. Sá möguleiki býður upp á lengri opnunartíma og allt að sólarhringsopnun í pakkaboxum.

Hægt er að hafa samband við okkur á netspjallinu undir „pakkaþjónusta“ en einnig í síma 525-7700 eða í tölvupósti innanlands@eimskip.is