Lausavöruflutningar

Lausavöruflutningar eða LCL (Less than Container Load) eru þeir vöruflutningar sem eru minni en heill gámur. Notast er við svokallaða safngáma til að flytja lausavöru og er þá nokkrum sendingum komið fyrir til að fylla einn gám til hagræðingar.

Fá tilboð

Hvað er lausavara?

Lausavara er í raun heiti yfir þær sendingar sem eru minni enn heill gámur. Í langflestum tilfellum er um að ræða vörubretti (pallettur) en þó getur lausavara verið í fleiri einingum. Dæmi um aðrar einingar eru kassar, sekkir, balar, kútar, tunnur, rúllur o.fl.

Lausavöru í þessum einingum getur svo líka verið raðað á vörubretti.

Ef um er að ræða stóra hluti eða hluti sem eru óvenjulegir í laginu getur verið að þurfi sérlausnir og er þá oft notast við opnar einingar í heilgámaflutningum.

Eimskip 24