Breyttur opnunartími frá 1. janúar 2020

02. janúar 2020 | Akstur innanlands
Í kjölfar nýrra kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og VR/LÍ frá í vor munu afgreiðslustaðir Eimskips á höfuðborgarsvæðinu loka kl. 15 á föstudögum frá og með 1. janúar næstkomandi.

Ákveðið var að fara þessa leið þar sem hún þótti skapa gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks en um leið valda sem minnstu raski á starfsemi fyrirtækisins sem getur þá áfram viðhaldið háu þjónustustigi til viðskiptavina sinna.

Hafðu endilega samband við okkur í síma 525-7700 eða sendu okkur tölvupóst á flytjandi@flytjandi.is fyrir nánari upplýsingar.