Færð á vegum 30. janúar

30. janúar 2023 | Akstur innanlands

Veður fer nú versnandi víðast hvar á landinu og af þeim sökum má búast við miklum töfum á öllum akstri innanlands næsta sólarhringinn. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Suðausturlandi. 

Við fylgjumst vel með þróun mála og næstu brottfarir verða um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar almennar upplýsingar um brottfarir má finna hér og varðandi almennar lokanir á www.vegagerdin.is