Röskun á áætlunarflutningum þriðjudaginn 20. desember

20. desember 2022 | Akstur innanlands

Eins og staðan er núna þá er fært um Reykjanesbraut, Hellisheiði og austur að Kirkjubæjarklaustri. Gríðarlega hvasst er enn á Kjalarnesi og víða erfið færð á landinu.
Við erum að fylgjast grannt með stöðunni og verða brottfarir um leið og veður og aðstæður leyfa.

Við fylgjumst vel með þróun mála og næstu brottfarir verða um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar almennar upplýsingar um brottfarir má finna hér og varðandi almennar lokanir á www.vegagerdin.is