Verslunarmannahelgi - Síðustu áætlunarferðir til Vestmannaeyja

26. júlí 2022 | Akstur innanlands

Síðasta ferð frá Reykjavík með þurrvöru eingöngu verður fimmtudaginn 28. júlí kl. 16. Sendingar þurfa að berast einni klukkustund fyrir brottför eða í síðasta lagi kl. 15.

Kæli-eða frystivara verður að berast í Klettagarða í síðasta lagi miðvikudaginn 27. júlí kl. 16.

Herjólfur býður því miður ekki upp á vöruflutninga á föstudeginum og verður því engin ferð til Vestmannaeyja þann daginn.