Á laugardag, 17. janúar fagnaði Eimskip 112 ára afmæli sínu, en félagið var stofnað 1914.
Venju samkvæmt var starfsfólk sem náði 25 ára starfsaldri á síðastliðnu ári heiðrað með gullmerki félagsins og voru þau afhent í gær, 19. janúar. Að þessu sinni taldi sá hópur 14 manns, þar af 11 manns sem starfa á Íslandi og þrír starfsmenn á skrifstofum erlendis.
Þetta eru í stafrófsröð: Arna Bára Arnarsdóttir, Babou Alex Ndure, Bjarki Guðnason, Einar Kristinsson, Gerður Garðarsdóttir, Helga Arnardóttir, Jóhann Hemming Grétarsson, Ólafur Björn Björnsson, Pálmar Viggósson, Ray Stanger, Sigfús Helgi Helgason, Torsten Wirth, Xiomara Hansen og Þorbjörn Steingrímsson.
Gullmerkið var fyrst afhent á árshátíð Eimskips þann 18. janúar 1964 í tengslum við 50 ára afmæli félagsins en síðan þá hefur starfsfólk sem starfað hefur hjá Eimskip í 25 ár verið heiðrað á þennan hátt, ýmist á árshátíð eða á afmælisdegi félagsins. Í gegnum tíðina hafa 546 fengið merkið afhent.
Hjá Eimskip starfar mjög fjölbreyttur hópur fólks af 52 þjóðernum í 20 löndum og er hver einasti starfsmaður mikilvægur hlekkur í starfsemi okkar. Afhending Gullmerkisins er skemmtileg hefð og við erum afar stolt af því hve margir ná háum starfsaldri hjá okkur.
Á myndinni eru frá vinstri Harpa Hödd Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs, Pálmar Viggósson, Babou Alex Ndure, Helga Arnardóttir, Ólafur Björn Björnsson, Bjarki Guðnason, Arna Bára Arnarsdóttir, Sigfús Helgi Helgason, Gerður Garðarsdóttir, Þorbjörn Steingrímsson, Einar Kristinsson og Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri Eimskips.