Fara á efnissvæði

Þessa dagana fer fram sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona þar sem Eimskip er þátttakandi með bás. „Sem leiðandi flutningafyrirtæki í Norður-Atlantshafi sem sérhæfir sig í flutningi á frystum og kældum vörum þá er sjávarútvegssýningin í Barcelona frábær vettvangur til að hitta alþjóðlega viðskiptavini og byggja upp dýrmæt viðskiptasambönd meðal fyrirtækja í sjávarútvegi um heim allan” segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Á sýningunni er starfsfólk Eimskips frá skrifstofum í 10 löndum og hefur stemmningin á básnum verið mjög góð og margir gestir litið við. Félagið hélt venju samkvæmt vel heppnað viðskiptavinahóf á þriðjudagskvöld þar sem mikill fjöldi viðskiptavina lagði leið sína. „Við þökkum viðskiptavinum kærlega fyrir komuna í boðið og hlökkum til að sjá enn fleiri á básnum í dag til að ræða tækifæri í flutningum“ segir Vilhelm að lokum. 

A2a36e8f 1576 40Ca Bf29 C3253e560460 Copy
Eimskip EXPO 1