Eimskip hlaut nýverið viðurkenningu frá Creditinfo fyrir að vera meðal þeirra 2% íslensku fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki árið 2025. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn á traustum grunni, sýna stöðugleika og leggja sitt af mörkum til heildarhagsmuna samfélagsins.
Í 16 ár hefur Creditinfo Ísland greint rekstur íslenskra fyrirtækja og veitt þeim sem skara fram úr þessa viðurkenningu fyrir árangurinn. Eimskip er eitt af 1.154 fyrirtækjum sem þykja framúrskarandi árið 2025 og erum við afar stolt af því að tilheyra þessum hópi. Þessi árangur er sameiginlegt afrek starfsfólks okkar og við lítum á viðurkenninguna sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka.
Dótturfélagið TVG-Zimsen er einnig á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki 2025 og hefur verið það frá upphafi. Á myndinni má sjá þær Elísu Dögg Björnsdóttur, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen og Hörpu Hödd Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips taka við viðurkenningunum fyrir hönd félaganna.
Eimskip og TVG-Zimsen hlutu auk þess viðurkenningu frá Keldunni og Viðskiptablaðinu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025. Bæði félögin uppfylla þar sett skilyrði og eru í hópi þeirra 2,6% íslenskra fyrirtækja sem standast þau. Eimskip hefur verið meðal fyrirmyndarfyrirtækja allt frá upphafi rétt eins og dótturfélagið TVG-Zimsen.