Fara á efnissvæði

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur 2. júní víðsvegar um land. Eimskip óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn og sendir þeim bestu þakkir fyrir þeirra mikilvæga starf.

Eimskip tekur ríkulegan þátt í sjómannadeginum í Reykjavík og stendur fyrir viðburðinum Hjólaðu að höfninni í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Boðið  verður upp á fjölbreytta afþreyingu við Reykjavíkurhöfn þar sem hjól, hjálmar og öryggismál eru í forgrunni.

Félagið hefur í 20 ár í samstarfi við Kiwanis gefið öllum börnum í fyrsta bekk reiðhjólahjálm að gjöf. Öryggismál og forvarnir eru leiðarljós í starfi og styrktarstefnu félagsins og því var upplagt að taka höndum saman við Landsbjörgu varðandi þennan dag og þennan viðburð, en bæði félögin tengjast sjómönnum sterkum böndum. 

Dagskrá Eimskips og Landsbjargar kl. 12-16 við Grandagarð 2:

  • Hjólaþraut – spreyttu þig á hjólabraut sem liggur í gegnum gám.
  • Hjálmastilling – Landsbjörg aðstoðar við að stilla hjálminn þinn rétt á höfðinu.
  • Frí ástandsskoðun á hjólum hjá Dr. Bæk. Doktorinn skoðar hjólin milli kl. 13-15 og verður með skoðunarstöð, pumpu, olíur og skiptilykla á staðnum fyrir minni háttar viðhald.
  • Hjólageymsla - læstu hjólinu þínu á vöktuðu svæði Eimskips og Landsbjargar meðan þú röltir um hafnarsvæðið.
  • Hvaða hjálmur fer þér best? - Myndakassi þar sem hægt verður að prófa öryggishjálm, slökkviliðshjálm o.fl.
Kort 1X1