Fara á efnissvæði

Tollayfirvöld á Íslandi eru nú að innleiða kröfu um að við skil á farmskrám (inn- og útflutnings vörusendinga) komi fram:

  • Fyrstu sex stafir HS kóða (Harmonized System) í tollskrárnúmeri vöru
  • Nafn og heimilisfang viðtakanda og sendanda vöru

Frá og með 1. desember 2025, miðað við komudag, þurfa sendingar að innihalda ofangreindar upplýsingar og mikilvægt að viðskiptavinir kynni sér og afli nauðsynlegra upplýsinga frá sínum viðskiptavinum. Séu þessar upplýsingar ekki tilgreindar er tollayfirvöldum heimilt að hafna móttöku farmskrár.

Viðskiptavinir geta verið í sambandi við sinn tengilið hjá Eimskip í síma 525-7250 eða með tölvupósti fyrir frekari upplýsingar og aðstoð.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði Skattsins.