Saga Eimskipafélags Íslands er samofin þjóðarsögunni. Frá stofnun árið 1914 hefur félagið verið lykilaðili í þróun atvinnulífs og menningar, meðal annars með stuðningi við íslenska myndlist og listamenn sem hafa leitað ævintýra utan landsteinanna.
Safneign Eimskips telur nú hundruð verka – bæði frá frumkvöðlum myndlistarsögunnar og nútímalistamönnum. Hún endurspeglar sögu og menningu þjóðarinnar og er hvatning til framtíðar. Hér gefur að líta stóran hluta safneignar Eimskips, en líkt og safneignin er þessi vefur verk í vinnslu og yfirlitið ekki tæmandi.