Röskun á áætlunarflutningum mánudaginn 21. febrúar

21. febrúar 2022 | Akstur innanlands

Vegna óveðurs má búast við mikilli röskun áætlunar bíla frá Reykjavík til Vestfjarða og Norðurlands. Seinni ferðin í dag til Vestmannaeyja fellur niður og ferðir til og frá Austurlandi falla einnig niður í dag.

Við hjá Eimskip fylgjumst vel með þróun mála og verða næstu brottfarir um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar frekari upplýsingar um brottfarir má finna á vefsíðu okkar og varðandi almennar lokanir á www.vegagerdin.is