Röskun á áætlunarflutningum mánudaginn 7. febrúar

06. febrúar 2022 | Akstur innanlands

Eins og staðan er núna er gert ráð fyrir mjög slæmu veðri á öllu landinu. Af þeim sökum falla allir áætlunarflutningar niður í fyrramálið og fram yfir hádegi. Við tökum stöðuna um hádegið varðandi áætlunarferðir seinni partinn. Búast má við verulegri röskun á áætlunarflutningum um allt land.

Við hjá Eimskip fylgjumst vel með þróun mála og verða næstu brottfarir um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar frekari upplýsingar um brottfarir má finna á vefsíðu okkar og varðandi almennar lokanir á www.vegagerdin.is