Á góðri siglingu í 100 ár

18. janúar 2014 | Fréttir
Með víðtækri samstöðu þjóðarinnar var Eimskipafélag Íslands stofnað þann 17. janúar 1914. Félagið hefur vaxið og dafnað í áranna rás og gengið í gegnum gríðarlegar breytingar bæði í meðvindi og andstreymi.Árið 2014 er Eimskip alþjóðlegt flutningafyrirtæki með um 1.400 starfsmenn og starfsstöðvar og samstarfsaðila víða um heim.Á þessum merku tímamótum lítum við auðmjúk um öxl með þakklæti í huga en horfum jafnframt bjartsýn og full tilhlökkunar til þeirra krefjandi verkefna er bíða Eimskipafélagsins.Smelltuhér til að fara á afmælissíðu Eimskips