Allar siglinga-og dreifileiðir áfram opnar

18. mars 2020 | Fréttir
Allar siglinga-og dreifileiðir áfram opnar

Við höldum áfram að fylgjast vel með þróun mála í vöruflutningum í heiminum. Eins og staðan er núna eru allar siglinga- og dreifileiðir félagsins opnar þrátt fyrir lokun landamæra víða en þær lokanir ná ekki til vöruflutninga. Við höfum þó orðið vör við tafir við ákveðin landamæri á meginlandi Evrópu. Það er því gott að huga að bókunum með lengri fyrirvara en áður og taka tillit til þessa í samskiptum við birgja.

 

Skrifstofur okkar um allan heim eru í mjög góðu sambandi sín á milli og deila upplýsingum um stöðuna í hverju landi til að tryggja að okkar þjónusta verði eins og best verður á kosið fyrir viðskiptavini okkar.

 

Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband við sinn tengilið hjá Eimskip til að fá ráðgjöf eða upplýsingar og við aðstoðum með ánægju.