Breytingar á siglingum yfir hátíðirnar

19. nóvember 2019 | Fréttir

Jólin nálgast óðfluga og vegna tímasetninga rauðra daga munum við aðlaga siglingakerfið okkar og breyta brottförum til og frá Íslandi á milli jóla og nýárs.

Við munum sigla frá Rotterdam þriðjudaginn 24. desember í stað fimmtudagsins 26. desember og áætlum losun í Reykjavík mánudaginn 30. desember. Þetta verður eina brottförin okkar frá Evrópu til Íslands á  milli jóla og nýárs. Siglingaáætlun til og frá Evrópu verður með eðlilegum hætti strax frá áramótum að undanskildum viðkomum í Bremerhaven og Fredrikstad sem falla niður í fyrstu viku ársins.

Gula leiðin okkar siglir með eðlilegum hætti þ.e. það verður brottför frá Reykjavík miðvikudaginn 25. desember með viðkomu í Vestmannaeyjum, Færeyjum og Immingham að venju og við áætlum að vera í Rotterdam 30. desember. Gula leiðin mun einnig þjónusta ströndina við Ísland þessa vikuna. Aðrar leiðir munu ekki sigla á þessu tímabili. 

Siglingar á milli Íslands og Norður Ameríku munu hliðrast til yfir hátíðarnar. Ekki verður siglt frá Reykjavík á Grænu leiðinni í viku 51 og viku 2 og því koma ekki skip til Reykjavíkur að vestan í viku 2 og viku 5.

Hér má sjá þá lokunartíma sem breytast yfir hátíðirnar:

Í innflutningi frá Rotterdam
Mánudagur 23. desember
LCL kl. 12:00 (IMO vörur fyrir helgina)
FCL kl. 15:00 (IMO vörur fyrir helgina)

Í innflutningi frá Immingham
Föstudagur 19. desember
LCL kl. 10:00
FCL kl. 13:00

Í útflutningi frá Reykjavík
Mánudagur 23. desember
Kl. 16:00

Heildaráætlun siglinga yfir jól og áramót má nálgast hér:

Einnig þarf að huga að síðustu ferðum í innanlandsflutningi yfir hátíðirnar. Tímasetningar eru mismunandi milli staða og því biðjum við viðskiptavini að kynna sér nánar síðustu ferðir á sínu viðskiptasvæði hér:

Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur á netfangið service@eimskip.is eða við þinn tengilið til að fá aðstoð við að skipuleggja flutningana í kringum hátíðirnar svo þessar breytingar hafi eins lítil áhrif og mögulegt er.