COVID-19 smit um borð í skipi Eimskips, Dettifossi

01. september 2021 | Fréttir
COVID-19 smit um borð í skipi Eimskips, Dettifossi

Upp hefur komið COVID-19 smit hjá einum áhafnarmeðlimi um borð í skipi Eimskips, Dettifossi, en skipið kom til hafnar í gær í Reykjavík eftir siglingu frá Grænlandi. Viðbragðsáætlun var virkjuð, núverandi áhöfn fer í sóttkví í landi og skipið verður þrifið. Ný áhöfn mun fara um borð og skipið heldur áfram sinni áætlun í dag.