Eimskip er 109 ára í dag

17. janúar 2023 | Fréttir
Eimskip er 109 ára í dag

Eimskip fagnar 109 ára afmæli í dag, 17. janúar og að venju heiðrar félagið starfsfólk sem náð hefur 25 ára starfsaldri með Gullmerki Eimskips. Gullmerkið var fyrst afhent á árshátíð Eimskips þann 18. janúar 1964 í tengslum við 50 ára afmæli félagsins en síðan þá hefur starfsfólk sem starfað hefur hjá Eimskip í 25 ár verið heiðrað á þennan hátt, ýmist á árshátíð eða á afmælisdegi félagsins.

Frá upphafi hafa 508 starfsmenn hlotið Gullmerkið en í dag bætast 19 í hópinn, 13 á Íslandi og 6 erlendis, og telur hópurinn því samtals 527 manns.

Hjá Eimskip starfar mjög fjölbreyttur hópur fólks af yfir 40 þjóðernum í 20 löndum og er hver einasti starfsmaður mikilvægur hlekkur í starfsemi okkar. Afhending Gullmerkisins er skemmtileg hefð og við erum afar stolt af því hve margir ná háum starfsaldri hjá okkur.