Eimskip er framúrskarandi fyrirtæki 2021

22. október 2021 | Fréttir
Eimskip er framúrskarandi fyrirtæki 2021

Creditinfo hefur gefið út árlegan lista yfir fyrirtæki sem þykja framúrskarandi út frá lykiltölum í rekstri. Þetta er tólfta árið sem slík greining er gerð og þurfa fyrirtæki að uppfylla strangar kröfur til að fá viðurkenninguna „framúrskarandi fyrirtæki“.

Eimskip er eitt þeirra 878 fyrirtækja sem þykja framúrskarandi árið 2021 og erum við afskaplega stolt af þeim árangri. Aðeins 2% fyrirtækja fá þessa viðurkenningu og er sá árangur langt frá því að vera sjálfgefinn. Að baki liggur gríðarleg vinna starfsfólks sem hefur metnað til að standa sig vel og lítum við á viðurkenninguna sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka.

Auk Eimskips er dótturfélagið TVG-Zimsen einnig á listanum.