Eimskip er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2023

26. október 2023 | Fréttir
Eimskip er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2023

Í 14 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Eimskip er eitt þeirra 1.006 fyrirtækja sem þykja framúrskarandi árið 2023. Við erum stolt af því að vera hluti af þeim 2,5% fyrirtækja á Íslandi sem fá þessa viðurkenningu. Að baki liggur mikil vinna okkar metnaðarfulla starfsfólks og við lítum á viðurkenninguna sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka. Auk Eimskips er dótturfélagið TVG-Zimsen einnig á listanum.

Á myndinni taka Elísa Dögg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, Björn Einarsson, framkvæmdastjóri Sölu og viðskiptastýringar Eimskips og Böðvar Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Innanlandssviðs Eimskips við viðurkenningunum fyrir hönd félaganna.