Fara yfir á efnissvæði

Hafa samband

Netspjall

Netspjallið okkar er opið: mán.-fim. kl. 8:00-16:30 og fös. kl. 8:00-15:00. Endilega sendu okkur línu ef þú vilt spyrja um eitthvað.

525 7000

Skiptiborðið okkar er opið: mán.-fim. kl. 8:00-16:30 og fös. kl. 8:00-15:00

Senda tölvupóst

Þú getur líka sent okkur tölvupóst. Við reynum að svara öllum pósti innan sólarhrings frá því að hann berst. Netfangið er service@eimskip.is.

Senda skilaboð

Ísland

Eimskip hlýtur jafnlaunavottun

22. janúar 2020 | Fréttir
Eimskip hlýtur jafnlaunavottun

Eimskip hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi félagsins standist kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Eimskip hefur innleitt verklag og skilgreint launaviðmið til að tryggja að starfsfólk fái greitt jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:
„Það gleður okkur hjá Eimskip að hafa náð þeim áfanga að hljóta jafnlaunavottun. Það er okkur mikilvægt að allir starfsmenn fái greidd jöfn laun og njóti sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf. Það að innleiða jafnlaunakerfið hjálpar okkur að viðhalda þeim árangri sem við höfum náð og jafnframt að gera enn betur.“

Á myndinni eru Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Eimskips og Falasteen Abu Libdeh, sérfræðingur á mannauðssviði.