Eimskip tekur við nýjum slökkvibúnaði

20. júlí 2021 | Fréttir
Eimskip tekur við nýjum slökkvibúnaði

Eimskip hefur fengið afhentan nýjan slökkvibúnað sem ætlað er til að slökkva elda í gámum. Karl Guðmundsson skipstjóri á Brúarfossi tók við búnaðinum fyrir hönd Eimskips frá Einari Gylfa Haraldssyni framkvæmdastjóra Viking-Life á Íslandi. Búnaðurinn nefnist Hydro-Pen vinnur þannig að hann er tengdur brunaslöngu skipsins og hengdur utan á gáminn ef grunur er um eld. Þrýstingi er hleypt á tækið sem þá borar sig í gegnum síðu gámsins. Inndæling slökkvimiðils hefst svo um leið og borinn nær í gegn.

Eimskip leggur metnað sinn í að vera fremst í flokki er kemur að öryggismálum og mun Hydro-Pen auka öryggi áhafna og skipa félagsins. Áhafnir skipanna munu nú í framhaldi hljóta þjálfun í notkun búnaðarins þar sem skjót viðbrögð geta skipt sköpum við baráttu við eld í gámum.

Nánari upplýsingar um slökkvibúnaðinn má finna hér.