ePORT, þjónustuvefur Eimskips og Icelandair í Vildarpunktasamstarf

13. september 2017 | Fréttir

Eimskip og Icelandair hafa gert með sér samstarfssamning sem felur það í sér að nú geta notendur ePORT, þjónustuvefs Eimskips unnið sér inn Vildarpunkta Icelandair með gerð þjónustubeiðna.

Í ePORT eru ýmsar aðgerðir sem nýtast í daglegum rekstri fyrirtækja. Þar geta viðskiptavinir séð stöðu vöru sinnar og gert þjónustubeiðnir fyrir vörur sem eru í Vöruhótelinu, innanlandskerfi Flytjanda og inn- og útflutningi. Mikill tímasparnaður felst í því að geta aflað sér upplýsinga, gert beiðnir og fylgst með stöðu þeirra á vefnum án milliliða.

Vildarpunktar verða í boði fyrir þjónustubeiðnir vegna inn- og útflutnings. Allt að 200 punktar verða í boði fyrir einstaka beiðnir. Nánari upplýsingar veitir Viðskiptaþjónusta Eimskips.