Forskot úthlutar styrkjum til atvinnukylfinga

28. febrúar 2023 | Fréttir
Forskot úthlutar styrkjum til atvinnukylfinga

Í gær úthlutaði Forskot, afrekssjóður kylfinga, styrkjum til sex kylfinga en Eimskip er einn af styrktaraðilum sjóðsins.

Á hverju ári síðan 2012 hefur sjóðurinn styrkt afrekskylfinga en sjóðurinn hefur það að markmiði að gera veitendum styrksins auðveldara að keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegan vettvangi í golfíþróttinni.

Kylfingar sem fengu úthlutað 2023 eru: Axel Bóasson, Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson,  Guðrún Brá Björgvinssdóttir, Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir.

Eimskip óskar þeim innilega til hamingju og góðs gengis í framhaldinu.

Mynd: www.kylfingur.is