Hjörvar nýr forstöðumaður útflutnings hjá Eimskip

30. maí 2023 | Fréttir
Hjörvar nýr forstöðumaður útflutnings hjá Eimskip

Hjörvar Blær Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður útflutningsdeildar hjá Eimskip. Hjörvar sem hefur reynslu og góða tengingu úr sjávarútvegi hefur starfað hjá útflutningsdeild Eimskips frá árinu 2021. Hjörvar er fæddur 1998 og er með BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Björn Einarsson, framkvæmdastjóri Sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip:
„Það er alltaf gaman að sjá fólk þróast í starfi en Hjörvar hefur vaxið mikið í starfi síðustu misseri og mjög vel til þess fallinn að taka við nýju leiðtogahlutverki innan Eimskips. Útflutningur frá Íslandi er ein af lykilstoðum samfélagsins og þar sem sjávarútvegurinn er lykilbreyta. Hlutverk Hjörvars verður að leiða reynslumikinn hóp starfsfólks og halda áfram að þróa og viðhalda okkar öflugu þjónustu og flutningalausnum við viðskiptavini félagsins.“