Innköllun endurskinsmerkja

09. júlí 2021 | Fréttir
Innköllun endurskinsmerkja

Eimskip innkallar hér með endurskinsmerki í formi akkeris sem afhent hafa verið á vegum félagsins, sjá meðfylgjandi mynd.

Ástæða innköllunarinnar er misræmi í prófunum hjá framleiðanda þeirra KOMA ehf., sem Eimskip telur óásættanlegt þegar ýtrasta öryggis þarf að gæta.

Foreldrar og forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að hætta notkun vörunnar og setja í flokkun á endurvinnslustöð. Við biðjumst velvirðingar á þessu.