Konur í fyrsta sinn í meirihluta stjórnar Eimskips

30. mars 2021 | Fréttir
Konur í fyrsta sinn í meirihluta stjórnar Eimskips

Aðalfundur Eimskips var haldinn fimmtudaginn 25. mars síðastliðinn þar sem farið var yfir síðastliðið ár og staða félagsins kynnt hluthöfum. Kosið var til nýrrar stjórnar og gerðist það í fyrsta sinn að konur skipa nú meirihluta stjórnar Eimskips.

Þau Hrund Rudolfsdóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og tóku þær Margrét Guðmundsdóttir og Ólöf Hildur Pálsdóttir sæti þeirra í stjórn félagsins.

Stjórn Eimskips er þar með skipuð þremur konum og tveimur körlum:

Baldvin Þorsteinsson, formaður stjórnar              
Lárus L. Blöndal, varaformaður stjórnar
Guðrún Ó. Blöndal, stjórnarmaður
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður
Ólöf Hildur Pálsdóttir, stjórnarmaður

Auk þeirra skipa þau Jóhanna á Bergi og Óskar Magnússon varamannasæti stjórnar.