Lagarfoss á heimleið

29. desember 2020 | Fréttir
Lagarfoss á heimleið

Varðskipið Þór kom að Lagarfossi um kl 1:30 í nótt og vel gekk að koma dráttartaug á milli. Heimsiglingin gengur vel og áætlað er að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík á aðfaranótt gamlársdags.

Gott veður er á siglingaleiðinni og áhöfn og skip örugg.

Mynd: Landhelgisgæsla Íslands