Reykur í vélarrúmi EF AVA

24. október 2022 | Fréttir
Reykur í vélarrúmi EF AVA

Nú eftir hádegið varð sprenging í vélarrúmi á skipinu EF AVA sem statt er 19 sjómílur undan Þorlákshöfn. Mikill reykur er í vélarrúmi en enginn eldur. Það sem mest er um vert er að engin slys hafa orðið á fólki. Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin að skipinu með slökkviliðsmenn sem munu aðstoða áhöfn við að meta stöðuna og næstu skref. Aðstæður eru góðar og veður gott en varðskipið Þór er á leiðinni að skipinu til aðstoðar ef á þarf að halda.

EF Ava er leiguskip hjá Eimskip og sinnir siglingum á gulu leið félagsins en skipið var að koma frá Immingham á leið til Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips í síma 825-3399 eða á investors@eimskip.is.

 

UPPFÆRT: Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin af vettvangi ásamt slökkviliðsmönnum en varðskipið Þór er á leið á vettvang. Unnið er að því að meta bilunina og næstu skref.