Starf forstjóra Eimskips er laust til umsóknar

30. nóvember 2018 | Fréttir

Eimskip óskar eftir að ráða forstjóra. Félagið býður öflugum leiðtoga spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir framsýni og krafti til að leiða fyrirtækið áfram inn í framtíðina.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember n.k. og skulu umsóknir fylltar út á hagvangur.is Umsókninni skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is og Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.

Forstjóri stýrir daglegum rekstri, mótar stefnu í samráði við stjórn og ber ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá félaginu starfar.

Sjá auglýsingu hér: